13.8.2008 | 18:02
Eitthvað held ég að verðmætið sé vanmetið.
Eitthvað held ég að menn séu að vanmeta verðmæti kókaínsins eða hreinlega eins og of áður þýtt fréttina rétt. Kannski er maður bara svona sveitó að láta sér detta það í hug að 2,3 kíló af kókaíni sé meira en rúmlega hálfrar milljónar í götusölu, kannski eru menn "rúmlegri" á Mogganum.
Fundu kókaín falið í lögreglubíl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er götuverð í Bandaríkjunum. Götuverð á Íslandi væri á bilinu 23 - 35 milljónir.
ganjha (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 20:07
Kostar grammið hérna heima ekki 15.000? Það eru þá tæpar 35 milljónir.
Í Bretlandi kostar grammið yfirleitt um 40-50 pund, sem er ca helmingi minna, 17.7 milljónir.
F. (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 02:30
"Þetta er götuverð í Bandaríkjunum. Götuverð á Íslandi væri á bilinu 23 - 35 milljónir."
Í alvöru, heldur þú að götuverð á kókaíni í USA sé 217 íslenskar krónur per gramm? Ef svo er þá er ég farinn til USA.
VÍ (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 09:12
Er ekki verið að tala um $500.000 = 41.000.000
KS (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 09:32
Held að það fari í allt að 20þús kr grammið á Íslandi. Kreppan maður! :)
sa (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 09:42
Búinn að finna fréttina http://www.usatoday.com/news/nation/2008-08-13-cocaine-police_N.htm?csp=34 Sá sem hefur þýtt fréttina hefur einfaldlega ekki unnið heimavinnuna sína. Í fréttinni kemur fram að þetta var "a half-pound of cocaine" sem gerir um það bil 230 grömm en ekki 2,3 kíló. Einfaldlega illa þýdd frétt sem er svo sem engin nýlunda.
Jón Björnsson, 14.8.2008 kl. 14:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.